Hrakfarir eldri borgara á Arlanda-flugvelli

Flugturninn á Arlanda-flugvelli við Stokkhólm.
Flugturninn á Arlanda-flugvelli við Stokkhólm. AP

Eldri kona misskildi leiðbeiningar sem hún fékk á Arlanda-flugvellinum í Svíþjóð með þeim afleiðingum að hún féll niður rennu fyrir farangur. Í stað þess að setja farangurinn á færibandið fór konan sjálf á það með fyrrgreindum afleiðingum.

Konan, sem er 78 ára, átti bókað flug frá Svíþjóð til Þýskalands í gær þegar hún lagðist á færibandið í þeirri trú að hún væri að fara eftir leiðbeiningum flugvallarstarfsmanna.

Konuna sakaði ekki en starfsmenn komu konunni til aðstoðar. Hún náði fluginu til Þýskalands reynslunni ríkari.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar