Eldri kona misskildi leiðbeiningar sem hún fékk á Arlanda-flugvellinum í Svíþjóð með þeim afleiðingum að hún féll niður rennu fyrir farangur. Í stað þess að setja farangurinn á færibandið fór konan sjálf á það með fyrrgreindum afleiðingum.
Konan, sem er 78 ára, átti bókað flug frá Svíþjóð til Þýskalands í gær þegar hún lagðist á færibandið í þeirri trú að hún væri að fara eftir leiðbeiningum flugvallarstarfsmanna.
Konuna sakaði ekki en starfsmenn komu konunni til aðstoðar. Hún náði fluginu til Þýskalands reynslunni ríkari.