Kýr snúa sjálfkrafa í norður þegar þær eru á beit í haga vegna innbyggðs áttavita sem lætur þær snúa samkvæmt lögmálum segulsviðs jarðar. Þetta er niðurstaða rannsóknar þýskra vísindamanna við Duisburg-háskóla. Segir þar að kýrnar hafi gott áttaskyn og snúi flestar í norður. Vísindamenn fylgdust með hegðun kúa víðs vegar um heiminn við gerð rannsóknarinnar.