Barist fyrir rauða símaklefanum

Þessi rauði símaklefi var fyrir utan svæðið þar sem bresku …
Þessi rauði símaklefi var fyrir utan svæðið þar sem bresku Ólympíukeppendurnir gistu í Peking. Reuters

Breskur þingmaður segist hafa unnið sigur fyrir breskt tákn í útrýmingarhættu - rauða símaklefann. Á undanförnum árum hafa þúsundir slíkra klefa verið fjarlægðir þar sem þeir hafa lotið í gras fyrir farsímanum.

Alan Duncan, þingmaður breska Íhaldsflokksins, segir að símafyrirtækið BT PLC hafi samþykkt að leyfa klefunum að standa, en þá án síma. Tilgangurinn er að þeir falli ekki í gleymskunnar dá. Þá segir hann að sveitarfélög geti haldið símtækjunum í klefunum séu þau reiðubúin að greiða fyrir viðhald og rekstur símanna.

BT greindi frá því í apríl sl. að til stæði að fjarlæjga 9000 símaklefa, þ.m.t. fjölmarga rauða klefa sem Giles Gilbert Scott hannaði.

Duncan segir að áætlunin, sem kallast á ensku „adopt-a-kiosk“, muni sjá til þess að símaklefarnir hverfi ekki alfarið af sjónvarsviðinu, enda fátt „breskara“ en klefarnir rauðu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir