Rotturéttir seðja hungrið á krepputímum

Rotta í Reykjavík.
Rotta í Reykjavík. mbl.is/Sverrir

Verðbólga og efnahagsþrengingar eru víðar en á Íslandi. Í Kambódíu hefur verð á kjöti hækkað mikið og hafa fátækir íbúar landsins ekki efni á öðru en rottukjöti. Þó verð á slíku kjöti hafi fjórfaldast er það mun ódýrara en aðrar kjöttegundir.

Verðbólga í Kambódíu er nú 37% skv. upplýsingum frá Seðlabanka landsins. Af þeim sökum hefur eftirspurn í rottukjöt margfaldast og kostar nú eitt kíló um 105 kr., en kostaði um 26 kr.

Kryddaðir rotturéttir með lauk njóta mikilla vinsælda, þar sem kíló á nautakjöti er komið upp í 420 kr.

Að sögn embættismanna eiga íbúar í landinu nú auðvelt með að fanga rottur, sem eru að flýja flóðasvæði.

„Mörg börn eru glöð að geta þénað peninga með því að selja dýrin á mörkuðum, en þau geyma nokkrar rottur handa fjölskyldunni,“ segir Ly Marong, sem er embættismaður hjá landbúnaðaráðuneyti landsins.

„Það eru ekki einvörðungu fátækir íbúar sem borða þær, heldur er einnig eftirspurn frá Víetnömum sem búa við landamærin.

Hann telur að Kambódía sendi yfir eitt tonn af lifandi rottum til Víetnam á degi hverjum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir