Stóravatnsskrímslið fangað á kvikmynd

Skrímslið í Stóravatni. Myndin er tekin af vefnum YouTube.
Skrímslið í Stóravatni. Myndin er tekin af vefnum YouTube.

Sænskir kvikmyndagerðarmenn staðhæfa að þeim hafi tekist ná Stjorsjoodjuret eða Stórvatnsskrímslinu á kvikmynd. Sæ- eða vatnaskrímsli þetta er þjóðsagnafyrirbæri í Svíþjóð á borð við Loch Ness-skrímslið skoska og Lagarfljótsorminn íslenska.

Sænska sjónvarpið setti upp upptökuvél í Storsjö og hefur nú birt myndskeið af fremur óskýru en löngu og mjóu kvikyndi á hreyfingu í djúpinu og er því haldið fram að þar fari hið fornfræga sænska sæ- eða vatnaskrímsli.

„Það er ljóst að það gefur frá sér varma, er myndað af frumum, því ella myndi myndavélin ekki nema það svo að þetta getur verið sæsnákur eða einhvers konar sjávardýr“, hefur The Daily Telegraph eftir einum af kvikmyndagerðarmönnunum.

Tilraunir til að finna skrímslið verða nú auknar í ljósi mikils áhuga frá alþjóðlegum sjónvarpsstöðvum og næsta sumar verður komið fyrir 30 myndavélum til að fylgjast með vatninu, hólmum og eyjum þess.

Leitin að skrímslinu er allumdeild eftir að sænsk stjórnvöld freistuðu þess og mistókst að að vernda það með því að setja á válista fyrir þremur árum.

Skrímslins er fyrst getið í rituðu máli 1635 og 500 manns telja sig hafa séð það síðan.

Skepnunni hefur verið lýst sem ormi með þremur hnúðum eða kryppum, allt að 15 metra langt, með hundshaus og ugga á hálsi, svörtu, gráu, rauðu eða gulu á litinn, og gefi frá sér ýlfrandi eða hryglukennd hljóð.

Leitin að orminum hefur staðið yfir með reglulegu millibili allt frá 1894 þegar sænskur skipstjóri stofnaði hlutafélag með það fyrir augum að fanga þetta goðsagnakennda kvikyndi.

Skrímslið á YouTube

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar