Varð bumbult af múskati

Múskathnetur.
Múskathnetur.

Tíu þúsund eintök af sænsku matartímariti voru innkölluð í dag eftir að í ljós komu mistök í uppskrift að eplaköku. Fjórir Svíar fengu múskateitrun eftir að hafa borðað köku, sem bökuð var eftir uppskriftinni. 

Ulla Cocke, ritstjóri  Matmagasinet, sagði að mistökin hefðu falist í því, að í stað tveggja teskeiða af múskati stóð í uppskriftinni að mala ætti 20 múskathnetur í kökuna.

Fjórmenningarnir, sem veiktust, fengu eitrunareinkenni, þar á meðal svima og höfuðverk en þeir eru á batavegi, að sögn Cocke.

Þegar ritstjórn blaðsins uppgötvaði mistökin voru send út bréf til 50 þúsund áskrifenda. Einnig voru laus blöð sett inn í eintök, sem seld voru í verslunum þar sem fram kemur að of stór skammtur af múskati getur valdið eitrunareinkennum.

„Við héldum að þetta myndi nægja því við töldum að enginn myndi baka eða borða köku eftir þessari uppskrift því svona mikið múskat veldur hræðilegu beisku bragði. Þá er heldur ekki auðvelt að komast yfir svona mikið af þessu kryddi," sagði Cocke.

En þegar fréttist af eitruninni voru þau eintök, sem enn voru óseld í verslunum, innkölluð.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir