Ósiðleg framkoma í Dubai

Tvær er­lend­ar kon­ur hafa verið dæmd­ar í mánaðar fang­elsi í Dubai í Sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæmun­um fyr­ir að kyss­ast og strjúka hvor ann­arri á baðströnd í borg­inni.

Áfrýj­un­ar­dóm­stóll í Dubai staðfesti dóm­inn, sem und­ir­rétt­ur hafði kveðið upp. Um er að ræða þrítuga konu frá Líb­anon og 36 ára búlgarska konu, sem báðar héldu fram sak­leysi sínu. 

Kon­urn­ar voru ákærðar fyr­ir að kyss­ast, þukla hvor á ann­arri og sýna af sér annað ósiðlegt at­hæfi. Að sögn blaða í Dubai er fyrsta málið af þessu tagi sem kem­ur til kasta dóm­stóla í Sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæmun­um. Kon­un­um verður vísað úr landi eft­ir að þær hafa afplánað dóm sinn.

Þótt Sam­einuðu ar­ab­ísku fursta­dæm­in leggi nú mikla áherslu á alþjóðlega ferðaþjón­ustu er stjórn­skip­un­um afar íhalds­söm og sam­kyn­hneigð og vændi eru ekki liðin.  

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þú þarft að kynna þér söguna betur, því það má margt af henni læra um nútíðina og hún geymir líka lykla að framtíðinni. Lífið er skin og skúrir og erfiðleikar til þess að læra af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Col­leen Hoo­ver
2
Kol­brún Val­bergs­dótt­ir
3
Sofie Sar­en­brant
4
Ívar Örn Katrín­ar­son
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þú þarft að kynna þér söguna betur, því það má margt af henni læra um nútíðina og hún geymir líka lykla að framtíðinni. Lífið er skin og skúrir og erfiðleikar til þess að læra af.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Col­leen Hoo­ver
2
Kol­brún Val­bergs­dótt­ir
3
Sofie Sar­en­brant
4
Ívar Örn Katrín­ar­son
5
Torill Thorup
Loka