Festi ró á getnaðarlimnum

Til­raun logsuðumanns í Malas­íu til að lengja á sér getnaðarlim­inn fór úr­skeiðis er ró sem hann þræddi upp á lim­inn fest­ist þar þegar hon­um reis hold.

Dag­blaðið The Star grein­ir frá því að maður­inn hafi leitað á sjúkra­hús þar sem tókst að ná rónni af limn­um með því að losa úr hon­um blóð og skera burtu efsta lag húðar­inn­ar.

Blaðið sagði að slökkvilið og björg­un­ar­sveit­ir hafi einnig lagt sitt að mörk­um við til­raun­ir til að losa mann­inn úr þess­ari prísund.

Logsuðumaður­inn er á þrítugs­aldri. Hann ætlaði að lengja lim­inn með því að festa róna á hann í þeirri von að þyngd­in teygði á limn­um. Langaði hann að lim­ur­inn yrði orðinn lengri er hann trú­lof­ar sig í næstu viku.

Maður­inn er á bata­vegi.

Í síðasta mánuði bár­ust fregn­ir af ung­um manni í Kúala Lúm­púr sem reyndi að auka kyn­orku sína með því að þræða stál­hring upp á lim sinn. Þurfti að fá slökkviliðið til að skera hring­inn af eft­ir að lækn­ar gáf­ust upp við að losa hann.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Reyndu að gera þér grein fyrir muninum á því að segja einhverjum eitthvað og áróðri. Sýndu tillitssemi og leggðu áherslu á samvinnu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Meyja

Sign icon Reyndu að gera þér grein fyrir muninum á því að segja einhverjum eitthvað og áróðri. Sýndu tillitssemi og leggðu áherslu á samvinnu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Jill Man­sell
4
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
5
Sofie Sar­en­brant