Festi ró á getnaðarlimnum

Tilraun logsuðumanns í Malasíu til að lengja á sér getnaðarliminn fór úrskeiðis er ró sem hann þræddi upp á liminn festist þar þegar honum reis hold.

Dagblaðið The Star greinir frá því að maðurinn hafi leitað á sjúkrahús þar sem tókst að ná rónni af limnum með því að losa úr honum blóð og skera burtu efsta lag húðarinnar.

Blaðið sagði að slökkvilið og björgunarsveitir hafi einnig lagt sitt að mörkum við tilraunir til að losa manninn úr þessari prísund.

Logsuðumaðurinn er á þrítugsaldri. Hann ætlaði að lengja liminn með því að festa róna á hann í þeirri von að þyngdin teygði á limnum. Langaði hann að limurinn yrði orðinn lengri er hann trúlofar sig í næstu viku.

Maðurinn er á batavegi.

Í síðasta mánuði bárust fregnir af ungum manni í Kúala Lúmpúr sem reyndi að auka kynorku sína með því að þræða stálhring upp á lim sinn. Þurfti að fá slökkviliðið til að skera hringinn af eftir að læknar gáfust upp við að losa hann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir