Gæludýrin í góðum málum

Gullfiskar
Gullfiskar Ómar Óskarsson

 Svissneskir gæludýraeigendur verða að rota gullfiskana sína fyrst og drepa þá áður en þeir sturta þeim niður í salernið ef þeir vilja ekki gerast brotlegir við lögin. Ný ströng og nokkuð nákvæm dýraverndunarlög tóku gildi í Sviss síðastliðinn mánudag.

Farið er ofan í saumana á meðferð gæludýra sem og villtra dýra (þ.e. þeirra sem eru í umsjá dýragarða eða sirkusa) með þarfir dýranna í huga.

Nú er bannað að halda vissa páfagauka og hamstra án félaga í búrum sínum. Einnig er tilgreint að kindur og geitur verði a.m.k. að geta „séð félaga sína í nánd.“

Hundum er gert hátt undir höfði í lögunum og er eigendum þeirra gert skylt að ljúka uppeldisnámskeiðum. Þeim er einnig meinað að gera hunda sína að fylgihlutum samkvæmt nýjustu tísku hverju sinni, með því að snoða rófur þeirra eða eyru.

Svín, sem una sér alla jafna vel í drullu, eiga nú rétt á sturtu í hressingarskyni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér léttir þegar búið verður að hreinsa andrúmsloftið á heimilinu. Reyndu ekki að eyðileggja málið með því að þykjast geta sóst eftir meiru.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
3
Birgitta H. Halldórsdóttir
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Unnur Lilja Aradóttir