Didgeridoo er ekki fyrir stelpur

Ástralskur frumbyggi leikur á didgeridoo.
Ástralskur frumbyggi leikur á didgeridoo. Reuters

Leiðtog­ar frum­byggja í Ástr­al­íu hafa kallað eft­ir því að hætt verði við út­gáfu bók­ar þar sem stúlk­um er kennt að leika á hljóðfærið didger­idoo. Stefnt er að út­gáfu áströlsku út­gáfu bók­ar­inn­ar Dar­ing Book for Gir­ls í næsta mánuði.

Frum­byggja­leiðtog­arn­ir eru ósátt­ir við bók­ina vegna þess að þeir eru á þeirri skoðun að didger­idoo sé hljóðfæri karl­manna og að kon­ur eigi ekki að leika á það.

For­svars­menn bóka­út­gáf­unn­ar Harper Coll­ins í Ástr­al­íu segja að þeir hafi ekki vitað af því að þetta væri frum­byggj­un­um á móti skapi, og hafa beðið þá af­sök­un­ar.

Í bók­inni er að finna hug­mynd­ir að því hvernig fólk get­ur drepið tím­ann, og í áströlsku bók­inni eru hug­mynd­irn­ar hugsaðar út frá því sem and­fætl­ing­arn­ir gætu haft áhuga á.

Mörg sam­fé­lög frum­byggja eru á þeirri skoðun að hljóðfærið, sem er einskon­ar viðar­pípa sem er hol að inn­an, sé hátíðar­hljóðfæri sem ein­vörðungu karl­ar eigi að leika á. Kon­um er því bannað að leika á hljóðfærið.

Sum­ir frum­byggj­ar trúa því jafn­vel að það eitt að snerta hljóðfærið geti haft al­var­leg­ar af­leiðing­ar -  t.d. leitt til ófrjó­semi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þú ert fullur af orku. Ef þú heldur aftur af þér ætti samband þitt við samstarfsfólk að verða ánægjulega eftirminnilegt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Vog

Sign icon Þú ert fullur af orku. Ef þú heldur aftur af þér ætti samband þitt við samstarfsfólk að verða ánægjulega eftirminnilegt.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
4
Jill Man­sell
5
Unni Lindell