Didgeridoo er ekki fyrir stelpur

Ástralskur frumbyggi leikur á didgeridoo.
Ástralskur frumbyggi leikur á didgeridoo. Reuters

Leiðtogar frumbyggja í Ástralíu hafa kallað eftir því að hætt verði við útgáfu bókar þar sem stúlkum er kennt að leika á hljóðfærið didgeridoo. Stefnt er að útgáfu áströlsku útgáfu bókarinnar Daring Book for Girls í næsta mánuði.

Frumbyggjaleiðtogarnir eru ósáttir við bókina vegna þess að þeir eru á þeirri skoðun að didgeridoo sé hljóðfæri karlmanna og að konur eigi ekki að leika á það.

Forsvarsmenn bókaútgáfunnar Harper Collins í Ástralíu segja að þeir hafi ekki vitað af því að þetta væri frumbyggjunum á móti skapi, og hafa beðið þá afsökunar.

Í bókinni er að finna hugmyndir að því hvernig fólk getur drepið tímann, og í áströlsku bókinni eru hugmyndirnar hugsaðar út frá því sem andfætlingarnir gætu haft áhuga á.

Mörg samfélög frumbyggja eru á þeirri skoðun að hljóðfærið, sem er einskonar viðarpípa sem er hol að innan, sé hátíðarhljóðfæri sem einvörðungu karlar eigi að leika á. Konum er því bannað að leika á hljóðfærið.

Sumir frumbyggjar trúa því jafnvel að það eitt að snerta hljóðfærið geti haft alvarlegar afleiðingar -  t.d. leitt til ófrjósemi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir