Feðgar hittast fimm árum eftir útför föðurins

Faðirinn kom í leitirnar fimm árum eftir að rangt lík …
Faðirinn kom í leitirnar fimm árum eftir að rangt lík hafði verið brennt í hans stað. mbl.is/Kristinn

Bresk­ur maður sá aldraðan föður sinn sprelllif­andi í sjón­varp­inu fimm árum eft­ir að hann hafði verið viðstadd­ur bál­för hans.

BBC skýr­ir frá því að John Dela­ney sem þjá­ist af minn­is­leysi hafi týnst árið 2000 og að þrem­ur árum síðar hafi fund­ist rotn­andi lík klætt í svipuð föt og með sömu ör á lík­am­an­um.

Eft­ir líkskoðun var kveðinn upp sá úr­sk­urður að hinn látni væri faðir Johns Dela­ney.

Nú hef­ur komið í ljós að faðir­inn fannst á víðavangi og var sett­ur á stofn­un sem hann dvaldi á í átta ár. Í átaki sem gert var til að reyna að kom­ast að því hver hann væri var birt mynd af hon­um í sjón­varp­inu og aug­lýst eft­ir aðstand­end­um.

Eft­ir að gerð hef­ur verið DNA prufa hafa feðgar verið sam­einaðir á ný. Ekki er vitað hvers lík var brennt og grafið í hans stað.


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

  • Engin mynd til af bloggara Helga Guðrún Ei­ríks­dótt­ir: CRAFT
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Gættu vel að framkomu þinni í fjölmenni og að gera ekkert sem getur valdið athugasemdum. Innst inni veistu að þú munt ná þér aftur á strik.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Gættu vel að framkomu þinni í fjölmenni og að gera ekkert sem getur valdið athugasemdum. Innst inni veistu að þú munt ná þér aftur á strik.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son