Bannað að auglýsa „lífrænt ræktaðar" sígarettur

Tóbak er skaðlegt hvernig sem það er ræktað.
Tóbak er skaðlegt hvernig sem það er ræktað.

Dómstóll í Hamborg í Þýskalandi hefur komist að þeirri niðurstöðu, að bandarískt tóbaksfyrirtæki megi ekki auglýsa tóbak undir yfirskriftinni „lífrænt ræktað" vegna þess að slíkt sé misvísandi og feli í sér brot á samkeppnislögum. 

Fyrirtækið Santa Fe Natural Tobacco hefur selt sígarettur undir yfirskriftinni: Lífrækt ræktaðar filtersígarettur. Talsmaður dómstólsins segir, að hugtakið „lífrækt ræktað" gefi til kynna, að slíkar sígarettur séu ekki skaðlegar og því brjóti auglýsingarnar í bága bæði við tóbaksvarnalög og samkeppnislög. 

Fyrirtækið auglýsir í Þýskalandi, að sígaretturnar séu búnar til úr 100% lífrænt ræktuðu tóbaki og notaður sé pappír, sem brotnar niður í náttúrunni í samræmi við reglur Evrópusambandsins.

Santa Fe Natural Tobacco er hluti af bandaríska stórfyrirtækinu Reynolds American. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert þar sem þú átt að vera. Haltu ótrauður áfram, þú finnur lykilinn að hamingjunni á ólíklegustu stöðum.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Steindór Ívarsson
2
Carla Kovach
3
Kolbrún Valbergsdóttir