Bannað að auglýsa „lífrænt ræktaðar" sígarettur

Tóbak er skaðlegt hvernig sem það er ræktað.
Tóbak er skaðlegt hvernig sem það er ræktað.

Dómstóll í Hamborg í Þýskalandi hefur komist að þeirri niðurstöðu, að bandarískt tóbaksfyrirtæki megi ekki auglýsa tóbak undir yfirskriftinni „lífrænt ræktað" vegna þess að slíkt sé misvísandi og feli í sér brot á samkeppnislögum. 

Fyrirtækið Santa Fe Natural Tobacco hefur selt sígarettur undir yfirskriftinni: Lífrækt ræktaðar filtersígarettur. Talsmaður dómstólsins segir, að hugtakið „lífrækt ræktað" gefi til kynna, að slíkar sígarettur séu ekki skaðlegar og því brjóti auglýsingarnar í bága bæði við tóbaksvarnalög og samkeppnislög. 

Fyrirtækið auglýsir í Þýskalandi, að sígaretturnar séu búnar til úr 100% lífrænt ræktuðu tóbaki og notaður sé pappír, sem brotnar niður í náttúrunni í samræmi við reglur Evrópusambandsins.

Santa Fe Natural Tobacco er hluti af bandaríska stórfyrirtækinu Reynolds American. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Það eru oft einföldustu hlutir sem vefjast mest fyrir manni. Ef þú gengur fram af þeim munu þeir svara þér fullum hálsi. Mundu bara að ekki er allt sem sýnist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Torill Thorup