Málsókn út af dónalegum Kristi

Styttan umdeilda.
Styttan umdeilda.

Fulltrúar gallerísins Baltic Centre for Contemporary Arts í Gateshead á Englandi mættu fyrir rétti í gær, vegna ákæru um að hafa sært blygðunarkennd manna með því að sýna gifsstyttu af Jesú Kristi með holdris.

Stytta þessi var á sýningunni Gone, Yet Still, sem hófst í september í fyrra og lauk í janúar síðastliðnum. Styttan var meðal tuga annarra í innsetningu kínverska listamannsins Terence Koh. Auk Jesústyttunnar mátti þar sjá styttur af Mikka mús og ET.

Emily nokkur Mapfuwa varð svo móðguð er hún sá styttuna af Jesú að hún fór í mál við galleríið. Þótti henni styttan særa blygðunarkennd fólks og valda hugarangri. Mapfuwa benti á að svona yrði aldrei farið með Múhameð spámann. Kristileg samtök í Northumbria slógust í lið með henni og hétu því að greiða allan málskostnað.

Fulltrúar gallerísins bera við sakleysi, en málið verður tekið fyrir aftur 23. september.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar