Málsókn út af dónalegum Kristi

Styttan umdeilda.
Styttan umdeilda.

Full­trú­ar galle­rís­ins Baltic Centre for Contemporary Arts í Gates­head á Englandi mættu fyr­ir rétti í gær, vegna ákæru um að hafa sært blygðun­ar­kennd manna með því að sýna gifs­styttu af Jesú Kristi með holdr­is.

Stytta þessi var á sýn­ing­unni Gone, Yet Still, sem hófst í sept­em­ber í fyrra og lauk í janú­ar síðastliðnum. Stytt­an var meðal tuga annarra í inn­setn­ingu kín­verska lista­manns­ins Terence Koh. Auk Jesústytt­unn­ar mátti þar sjá stytt­ur af Mikka mús og ET.

Em­ily nokk­ur Map­fuwa varð svo móðguð er hún sá stytt­una af Jesú að hún fór í mál við galle­ríið. Þótti henni stytt­an særa blygðun­ar­kennd fólks og valda hug­ar­angri. Map­fuwa benti á að svona yrði aldrei farið með Múhameð spá­mann. Kristi­leg sam­tök í Northumbria slóg­ust í lið með henni og hétu því að greiða all­an máls­kostnað.

Full­trú­ar galle­rís­ins bera við sak­leysi, en málið verður tekið fyr­ir aft­ur 23. sept­em­ber.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Öll samskipti þín við aðra eru óvenju tilfinningarík í dag. Láttu ekki neikvæðni annarra og óþolinmæði hafa áhrif á þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Naut

Sign icon Öll samskipti þín við aðra eru óvenju tilfinningarík í dag. Láttu ekki neikvæðni annarra og óþolinmæði hafa áhrif á þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason