Með 13 golfkúlur í maganum

Hver kúla vó um 45 grömm.
Hver kúla vó um 45 grömm. mbl.is/Kristinn

Dýralæknir fjarlægði 13 golfkúlur úr maga hunds sem hann hafði gleypt þegar hann hafði verið á vappi með eiganda sínum nálægt Pitrivie golfvellinum í Dunfermline í Bretlandi.

Hundurinn, sem er svartur labrador sem heitir Óskar, hafði nokkrum sinnum farið í göngutúr með eiganda sínum nálægt vellinum sl. mánuði.

Eigandinn fór með hundinn til dýralæknis eftir að hann heyrði skrölthljóð koma úr maga Óskars. Í ljós komu 13 golfkúlur, sem hver og ein vó um 45 grömm, og sátu þær fastar í maganum.

Einn boltanna hafði verið svo lengi í maga hvuttans að hann var orðinn svartur og byrjaður að rotna.

Eigandinn segir að dýralæknirinn hafi aldrei séð nokkuð þessu líkt áður. Golfkúlurnar voru fjarlægðar fyrir hálfum mánuði í aðgerð sem stóð yfir í um klukkustund. Óskar er á batavegi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Viðvörunarbjöllur í tilfinningalífinu hringja sem mest þær mega. Nú væri gott að ræða við maka um orlof og skapandi verkefni.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar