Með 13 golfkúlur í maganum

Hver kúla vó um 45 grömm.
Hver kúla vó um 45 grömm. mbl.is/Kristinn

Dýralæknir fjarlægði 13 golfkúlur úr maga hunds sem hann hafði gleypt þegar hann hafði verið á vappi með eiganda sínum nálægt Pitrivie golfvellinum í Dunfermline í Bretlandi.

Hundurinn, sem er svartur labrador sem heitir Óskar, hafði nokkrum sinnum farið í göngutúr með eiganda sínum nálægt vellinum sl. mánuði.

Eigandinn fór með hundinn til dýralæknis eftir að hann heyrði skrölthljóð koma úr maga Óskars. Í ljós komu 13 golfkúlur, sem hver og ein vó um 45 grömm, og sátu þær fastar í maganum.

Einn boltanna hafði verið svo lengi í maga hvuttans að hann var orðinn svartur og byrjaður að rotna.

Eigandinn segir að dýralæknirinn hafi aldrei séð nokkuð þessu líkt áður. Golfkúlurnar voru fjarlægðar fyrir hálfum mánuði í aðgerð sem stóð yfir í um klukkustund. Óskar er á batavegi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir