Eignaðist þríbura 59 ára gömul

Reuters

Fimmtíu og níu ára frönsk kona eignaðist þríbura, tvær stúlkur og einn dreng, í Frakklandi um helgina. Börnin voru tekin með keisaraskurði, en að sögn lækna heilsast móður og börnum vel.

Talsmaður Cochin sjúkrahússins í París segir að allt hafi gengið eins og í sögu. Konan, sem er af víetnömsku bergi brotin, fór í glasafrjóvgun, og er talið að hún hafi leitað til einkalæknastöðvar í Víetnam, sem hafi verið reiðubúin að horfa fram hjá aldri konunnar.

Í Víetnam er konum, sem eru orðnar 45 ára, meinað að fara í glasafrjóvgun. Í Frakklandi er aldurinn miðaður við 42 ár.

Það virðist hins vegar fátt stöðva pör frá því að ferðast til annarra landa og fara í slíka aðgerð. Árið 2001 eignaðist t.d. 61 árs gömul frönsk kona barn eftir að hafa farið í glasafrjóvgun.

Þá er sjötug indversk kona sögð hafa eignast tvíbura eftir að hún gekkst undir slíka meðferð.

Ekki er vitað til þess að kona á sextugsaldri hafi eignast þríbura í Frakklandi. Jafnvel er talið að þetta sé í fyrsta sinn í heiminum sem þetta gerist.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar