Óánægð með kennitöluna 666

Margir leggja mikla merkingu í talnarununa 666.
Margir leggja mikla merkingu í talnarununa 666. mbl.is/Júlíus

Nýfædd stúlka í Norður-Svíþjóð hlaut kennitölu sem endar á tölustöfunum 666 og hafa foreldrar hennar mótmælt harðlega. Þau segja dóttur sína ekki vera af hinu illa komin en þau eru trúað fólk sem vill losna við þessa táknrænu talnarunu.

Samkvæmt Opinberunarbók Biblíunnar er talan 666 númer hinnar illu skepnu eða djöfulsins. Sænska TT fréttastofan skýrði frá því að hvorki skattayfirvöld né héraðsdómur þar í landi samþykktu að breyta kennitölu barnsins.

Um 100 stúlkur á ári fá tölurnar 666 í kennitölu sína í Svíþjóð.

666 á Blönduósi

Þess má geta að lögreglan á Blönduósi er með þrjár sexur í símanúmeri sínu en hvort það hefur eitthvað að gera með góðan árangur í hraðamælingum er lesendum látið eftir að velta fyrir sér.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir