Vekja athygli á heimsendi

„Það er heimsendir í dag og okkur fannst rétt að vekja athygi á því,“ segir Bragi Valdimar Skúlason, einn meðlima Baggalúts, en þeir sem heimsóttu heimasíðu Baggalúts í gær fóru ekki varhluta af því að félögunum er yfirvofandi heimsendir ofarlega í huga.

Sá heimsendir sem Baggalútsdrengir velta fyrir sér er fyrirhuguð ræsing öreindahraðals CERN í Sviss en sumir vilja halda því fram að sá hraðall geti myndað lítið svarthol sem tortími jörðinni.

Baggalútur birtir á síðu sinni lista yfir hluti sem nauðsynlegt er að koma í verk fyrir heimsendinn en þar á meðal má nefna samninga við ljósmæður og að byrja að blogga.

Bragi segir að hann muni ekki setja sig í neinar heimsendastellingar enda ýmsu vanur hvað varðar spár um dómsdag.

„Ég hef margsinnis brennt mig á því að grafa mig í jörð út af einhverjum kjarnorkustyrjöldum þannig að ég tek þessu bara rólega núna,“ segir Bragi sem mun væntanlega vera sallarólegur ef heimurinn ferst í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar