Vísindamenn við Sussex-háskóla hafa komist að því að drykkjufólk fælist flöskuna síður vegna þess hve valkvæð minningin um síðasta drykkjutúr er. Hafa þeir sýnt fram á að eftir fyllirí er fólk mun líklegra til að gleyma því slæma sem upp á kemur, en man frekar það góða.
„Upplýsingar sem aflað er í ölvunarástandi er erfiðara að kalla fram þegar víman er að baki,“ segir Theodora Duka, sem stýrði rannsókninni. „Áfengi magnar tilfinningar áður en vissu stigi ölvunar er náð, en á því tímabili eru atburðirnir oftast jákvæðs eðlis. Þegar líða tekur á skerðist minnið, en þá er líklegra að neikvæðir atburðir eigi sér stað. Þetta skekkir minninguna af áhrifum áfengis og hvetur jafnvel til frekari drykkju.“