Drykkjufólk man góðu stundirnar

Vísindamenn við Sussex-háskóla hafa komist að því að drykkjufólk fælist flöskuna síður vegna þess hve valkvæð minningin um síðasta drykkjutúr er. Hafa þeir sýnt fram á að eftir fyllirí er fólk mun líklegra til að gleyma því slæma sem upp á kemur, en man frekar það góða.

„Upplýsingar sem aflað er í ölvunarástandi er erfiðara að kalla fram þegar víman er að baki,“ segir Theodora Duka, sem stýrði rannsókninni. „Áfengi magnar tilfinningar áður en vissu stigi ölvunar er náð, en á því tímabili eru atburðirnir oftast jákvæðs eðlis. Þegar líða tekur á skerðist minnið, en þá er líklegra að neikvæðir atburðir eigi sér stað. Þetta skekkir minninguna af áhrifum áfengis og hvetur jafnvel til frekari drykkju.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan