Er offituvandinn faraldur eða leti?

„Það er vitað mál að offita er mjög stórt og vaxandi vandamál á Íslandi. Alþjóða heilbrigðisstofnunin skilgreinir það sem svo að ef útbreiðsla sjúkdóms vex um 15 prósent sé um faraldur að ræða. Samkvæmt þessum stöðlum er því offitufaraldur á Íslandi,“ segir Esther Helga Guðmundsdóttir, stofnandi og stjórnandi MFM miðstöðvarinnar, meðferðar- og fræðslumiðstöðvar vegna matarfíknar og átraskana.

Hún verður einn fyrirlesara á námstefnu fyrir fagfólk um orsakir og afleiðingar offitu og tillögur að lausnum en auk hennar verða þar bandarísku sérfræðingarnir Phil Werdell og Mary Foushi sem munu miðla af áratugareynslu sinni sem rannsóknar- og meðferðaraðilar fyrir offitu, átröskun og matarfíkn.

„Fljótlega eftir að ég stofnaði þessa miðstöð kynntist ég Phil og Mary og hef tekið þátt í starfi hjá þeim fyrir fagfólk sem vinnur með fólki sem glímir við átraskanir, offitu og matarfíkn. Svo urðum við samstarfsaðilar og höfum unnið að því að þróa meðferð í þessum málum.“

Phil Werdell og Mary Foushi hafa unnið að miklu rannsóknar- og meðferðarstarfi í þessum geira í hartnær 20 ár. Þau hafa sett fram ákveðnar skilgreiningar sem gagnast við að greina á milli þeirra sem glíma við matarfíkn og þeirra sem geta unnið á sínum vanda með því að breyta mataræði sínu sjálfir og stunda heilbrigðari lífsstíl.

„Ég tel að það sé mikilvægt að vita að offita er ekki einn sjúkdómur. Við höfum átraskanir sem eru af sálrænum toga og síðan matarfíkn sem er líkamlegur, tilfinningalegur og andlegur sjúkdómur,“ segir Phil.

„Margir þeirra sem eru í mestu vandræðunum eru í raun að glíma við öll þessi þrjú vandamál. Og þeir ná ekki árangri ef þeir takast bara á við eitt þeirra, til dæmis með meðferð, aðgerð eða megrun.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar