Gert að segja af sér eftir dansatriði

Ástralskur stjórnmálamaður hefur verið neyddur til að segja af sér eftir að hafa fækkað fötum í dansi í starfsmannateiti hjá ríkisráði New South Wales. Maðurinn var ráherra lögreglumála í ríkisráði New South Wales.

Matt Brown ákvað að segja af sér í morgun, þremur mánuðum eftir að hafa endað á nærbrókinni að loknum danski í teitinu sem haldið var í Sydney. Viðurkenndi hann að hegðunin samrýmdist ekki stöðu hans en hann var mjög drukkinn er atburðurinn átti sér stað.

Á Brown að hafa farið úr öllu nema „mjög" litlum nærbrókum er hann dansaði upp í sófa við undirleik háværrar tónlistar, samkvæmt fréttum í áströlskum fjölmiðlum.

„Ég er mannlegur og ég gerði mistök. Ég ætla að axla ábyrgð á þeim mistökum," sagði Brown í morgun.

„Um er að ræða atburð sem átti sér stað á skrifstofu minni fyrir þremur mánuðum síðan í lok fjárlagagerðar. Líkt og hefð er á ríkisþinginu þá fagna samstarfsfélagar gerð fjárlaga."

„Kvöldið sem við fögnuðum var hegðun mín ekki í samræmi við stöðu ráðherra.  Ég ræddi við ríkisstjórann um þetta og það varð að samkomulagi okkar á milli að ég myndi segja af mér. Það hef ég gert," sagði Brown ennfremur við fjölmiðla í morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir