Gert að segja af sér eftir dansatriði

Ástralskur stjórnmálamaður hefur verið neyddur til að segja af sér eftir að hafa fækkað fötum í dansi í starfsmannateiti hjá ríkisráði New South Wales. Maðurinn var ráherra lögreglumála í ríkisráði New South Wales.

Matt Brown ákvað að segja af sér í morgun, þremur mánuðum eftir að hafa endað á nærbrókinni að loknum danski í teitinu sem haldið var í Sydney. Viðurkenndi hann að hegðunin samrýmdist ekki stöðu hans en hann var mjög drukkinn er atburðurinn átti sér stað.

Á Brown að hafa farið úr öllu nema „mjög" litlum nærbrókum er hann dansaði upp í sófa við undirleik háværrar tónlistar, samkvæmt fréttum í áströlskum fjölmiðlum.

„Ég er mannlegur og ég gerði mistök. Ég ætla að axla ábyrgð á þeim mistökum," sagði Brown í morgun.

„Um er að ræða atburð sem átti sér stað á skrifstofu minni fyrir þremur mánuðum síðan í lok fjárlagagerðar. Líkt og hefð er á ríkisþinginu þá fagna samstarfsfélagar gerð fjárlaga."

„Kvöldið sem við fögnuðum var hegðun mín ekki í samræmi við stöðu ráðherra.  Ég ræddi við ríkisstjórann um þetta og það varð að samkomulagi okkar á milli að ég myndi segja af mér. Það hef ég gert," sagði Brown ennfremur við fjölmiðla í morgun.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar