Hús á hvolfi veldur svima

AP

Hús sem er að öllu leyti á hvolfi var opnað gestum á þýsku eynni Usedom fyrir viku. Innanstokksmunir, stólar, teppi og borð, eru festir í loftið.

Hönnuðir hússins eru Pólverjarnir Klaudiusz Golos og Sebastian Mikiciuk, og er húsið hluti af sýningunni Edutainment („menntunarafþreying“).

„Það er engin sérstök ástæða fyrir því að við gerðum þetta hús. Okkur langaði bara til að búa til eitthvað sem væri öðru vísi,“ sagði Mikiciuk.

Ekki standi til að neinn búi í húsinu, það sé eingöngu sýningargripur.

Fjölmargir hafa þegar skoðað húsið, og segjast margir hafa fengið svima og orðið ringlaðir við að vera inni í því.

Svipuð hús hafa verið reist á Spáni og í Bandaríkjunum, en í þeim húsum eru innanstokksmunir þó ekki á hvolfi, festir í loftið, eins og í húsinu á Usedom.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir