Óvenjulegt rapplag hefur farið sem eldur í sinu um netið að undanförnu. Þar eru vísindamenn svissnesku stofnunarinnar CERN í aðalhlutverki og útskýra öreindahraðalstilraunina, sem hófst þar í gær.
Það er 23 ára nemi í samskiptadeild CERN, sem samdi rapplagið og framleiddi myndbandið. Það hefst á því þegar eðlisfræðingar dansa á 100 metra dýpi undir yfirborði jarðar í öreindagöngunum.