Þýskum slökkviliðsmönnum, sem fengnir voru til að dæla vatni út úr í auðu húsi í Essen, brá heldur í brún þegar þeir fundu þriggja metra langa kyrkislöngu í íbúðunni.
Vatnslögn gaf sig og vatn flæddi inn í íbúðina. Lögregla segir ekki vitað hvers vegna slangan, sem fannst á gluggasyllu í baðherbergi, var í íbúðinni. Ekki náðist í þann, sem skráður er fyrir íbúðinni og því tók lögreglan slönguna í sína vörslu.