Óttast er, að svartir svanir frá Ástralíu kunni að festa rætur í Danmörku en þeirra verður æ meira vart í öllum landshlutum. Vilja sumir að þeir verði skotnir strax.
Í Danmörku sést nú til svartra svana 150-200 sinnum á ári en talið er, að flestir hafi sloppið úr dýragörðum. Hafa margir áhyggjur af afleiðingunum fyrir hvíta svanastofninn og vilja, að þeir svörtu verði skotnir umsvifalaust. svs@mbl.is