Skynvillt sælgæti

Lögregla í Berlín lokaði í vikunni sælgætisverslun eftir að í ljós kom, að súkkulaði og sleikibrjóstsykur, sem seldir voru í versluninni, voru full af skynvillusveppum og maríjúana.

Eigandi verslunarinnar, sem er 23 ára, var handtekinn grunaður um fíkniefnasölu. Verslunin er í hverfi í austurhluta borgarinnar þar sem næturlíf þykir fjörugt. 

Lögregla segir að lagt hafi verið hald á 70 poka með ýmsum fíkniefnum og 20 maríjúanasígarettur. Þá hafi fundist 120 bitar af sveppasúkkulaði og ótiltekinn fjöldi af maríjúanabrjóstsykrum. Einnig voru krukkur af göróttu hunangi í versluninni. 

Einn viðskiptavinur, sem virtist ekki vera allsgáður, var handtekinn eftir að hann reyndi að kaupa sveppapoka af lögreglumanni í versluninni.   

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Dagurinn í dag er kjörinn fyrir skipulagningu heimilisins sem setið hefur á hakanum undanfarna mánuði. Forðastu að gera of mikið, þú átt það til að fara yfir strikið.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Birgitta H. Halldórsdóttir
3
Solja Krapu-Kallio
4
Torill Thorup
5
Sarah Morgan