Stærðin skipti greinilega máli

Það verða oft slags­mál á bör­um af frek­ar litlu til­efni en sjald­an hafa af­leiðing­arn­ar verið jafn al­var­leg­ar og þær, sem urðu eft­ir heimsku­legt rifr­ildi tveggja karl­manna á bar í Suður-Afr­íku ný­lega.

Fram kem­ur í suður-afr­ísk­um fjöl­miðlum, að tveir menn hafi brugðið sér á sal­ernið á Mers­eysi­de Pub and Tavern. Þar sem þeir stóðu við þvag­skál­arn­ar leit ann­ar til hliðar og lýsti því yfir við ná­grann­ann, að skap­ar­inn hefði greini­lega ekki verið sér­lega ör­lát­ur þegar hann hefði búið til ákveðinn lík­ams­hluta á hon­um.  

Hinn fór stór­móðgaður fram til vina sinna og sagði þeim hvað hefði gerst. Til að bæta gráu ofan á svart var sá, sem varð fyr­ir móðgun­inni hvít­ur á hör­und en hinn maður­inn var af ind­versk­um upp­runa. 

Fé­lag­ar hvíta manns­ins brugðu sér nú út fyr­ir en þegar þeir komu aft­ur voru þeir vopnaðir byss­um. Þeir hófu síðan skot­hríð á barn­um og áður en yfir lauk lágu þrír menn í valn­um og tveir voru lífs­hættu­lega sár­ir.

Fimm menn voru hand­tekn­ir og eru tveir þeirra fyrr­ver­andi lög­reglu­menn. Lög­regla seg­ir að menn­irn­ir hafi all­ir verið drukkn­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert úthaldsgóður og það kemur sér vel núna þegar þú ert beðinn um að taka að þér hin ýmsu verkefni. Kannaðu hvort gömul tækifæri standi enn opin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú ert úthaldsgóður og það kemur sér vel núna þegar þú ert beðinn um að taka að þér hin ýmsu verkefni. Kannaðu hvort gömul tækifæri standi enn opin.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
3
Sofie Sar­en­brant
4
Unni Lindell
5
Arn­ald­ur Indriðason