Elísabetu Bretadrottningu bárust tólf kútar af bjór af misgáningi á dögunum. Bjórinn átti að berast krá sem ber nafn Windsorkastala, en endaði í kastalanum sjálfum.
„Þetta var virkilega skondið,“ segir talsmaður hirðarinnar. „En það er af og frá að drottningin setjist niður með bjórkrús á kvöldin.“