Kynmök til að aflétta bölvun

Tveir ástralskir karlmenn hafa verið kærðir fyrir 230 kynferðisbrot gegn konu sem hélt að á sér hvíldi bölvun. Mennirnir sögðust geta létt bölvuninni af henni með bænastundum, sem fólu í sér að konan reiddi fé af hendi og mennirnir höfðu mök við hana. Talið er að mennirnir tengist fleiri málum af sama toga.

Konan leitaði hjálpar mannanna þar sem hún taldi konu í samfélagi grískra Ástrala hafa lagt svartagaldursbölvun á sig og fjölskyldu sína. Annar mannanna sagðist vera háttsettur innan grísku rétttrúnaðarkirkjunnar og að hann hefði bein samskipti við engla.

Buðust mennirnir til að stýra bænastundum með konunni, sem hún segist hafa þegið þar sem hún óttaðist að bölvunin gæti haft hræðilegar afleiðingar fyrir fjölskylduna.

„Ég trúði því virkilega að ég og fjölskylda mín værum í hættu og fannst ég virkilega ekki geta annað en reynt að vernda þau,“ sagði konan í sjónvarpsviðtali.

Segist konan hafa greitt á milli 500 og 1.000 ástralska dali fyrir hverja bænastund. Þær hafi falist í því að mennirnir bundu fyrir augu hennar og höfðu við hana mök. Áætlar hún að á fjögurra ára tímabili hafi mennirnir með þessu móti haft af henni jafnvirði fimm milljóna króna.

Grunur um fleiri fórnarlömb

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar