Menntafólk kvartar meira en skilur sjaldnar

Mun minni líkur eru á að vel menntuð hjón sem eiga börn skilji en hjón með minni menntun. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Samkvæmt því sem fram kemur í rannsókn sem greint er frá í blaðinu  Kristeligt Dagblad, eru 85% líkur á að hjón með börn haldi saman hafi  móðirin lokið framhaldskóla. Hafi móðirin ekki lokið framhaldsskóla eru hins vegar einungis 60% líkur á að börn þeirra alist upp hjá báðum foreldrum.

Það sama á við um tekjur foreldra. Hafi annað hjónanna yfir 425.000 danskar krónur í árslaun eru allt að 85% líkur á að hjónabandið haldi.

„Maður hefði haldið að það ýtti undir álag og streitu að vera bæði með fjölskyldu og í krefjandi starfi og að því væru skilnaðir algengari á meðal menntafólks, en staðreyndin er sú að það giftir sig síðar á ævinni og samkvæmt rannsóknum mínum aukast líkurnar á skilnaði eftir því sem fólk giftir sig fyrr,” segir Michael Svarer, prófessor við háskólann í Árósum.

John Aasted Halse sálfræðingur segir að vel menntaðir foreldrar séu duglegir við að kvarta undan álagi hversdagsins en að rannsóknin sýni að aðstæður þeirra séu ekki alvarlegt áhyggjuefni. „Það er auðvitað krefjandi bæði fyrir karla og konur að viðhalda sambandi á sama tíma og þau sinnar bæði starfsferli og börnum en það álag er allt annars konar en þau vandamál sem ómenntað fólk, með lág laun og lítinn samfélagslegan stuðning stendur oft frammi fyrir. Það er það sem sundrar fjölskyldum,” segir hann.

Rannsóknin leiðir einnig í ljós að meiri líkur eru á að hjón, með litla menntun, haldi saman búi þau á Vestanverðu Jótlandi en á Kaupmannahafnarsvæðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar