Bresk ungmenni sukka á sólarströndum

Ástandið á grísku eyjunum Krít, Ródos, Kýpur og Zakinthos um hásumarið er orðið líkt og hermt er að ríkt hafi í þeim syndum spilltu borgum Sódómu og Gómorru. Mesta svipinn setja breskar bullur af báðum kynjum, sem vaða þar uppi, annaðhvort hálfrænulausar og ælandi á almannafæri eða þær slangra um grenjandi og gólandi, fækkandi fötum og flaðrandi hver upp um aðra með klámfengnum tilburðum, öðrum til hryllings og hrellingar.

Undanfarin ár hafa lýsingar breskra fjölmiðla á hegðun ungmenna á stöðum eins og Ibiza, Mallorca og Costa del Sol á Spáni verið á þessa leið. Orðsporið er slæmt, en hefur versnað og breiðst út eftir að ungmennin héldu í auknum mæli innreið sína til grísku eyjanna fyrrgreindu. Þangað er ódýrt að fljúga og þar flýtur allt í ódýru áfengi.

Núna síðsumars hafa ekki aðeins breskir fjölmiðlar heldur líka annarra þjóða fjallað um furðulegt framferði Bretanna ungu og velt fyrir sér undirrót hömluleysisins.

Af hverju hegðar fólk sér svona? spyr The New York Times. Einn viðmælandi blaðsins, afgreiðslustúlka í bakaríi á Krít, telur að Bretum líði eins og föngum í heimalandi sínu og þá langi til að vera frjálsir. Breskur starfsmaður í klúbbi á sömu eyju hefur svipaðar skýringar á takteinum og kennir breskri menningu um.

Skýringin er eflaust ekki einhlít og raunar afar vafasamt að Bretar séu fangar í eigin landi frekar en aðrir í lýðfrjálsum löndum. Í ljósi þess að drykkjuhegðun ungra Breta heima fyrir hefur síðustu árin þótt álíka subbuleg kann margt að búa að baki. Orð eins og aga- og siðleysi og klámvæðing koma upp í hugann. Hvers vegna einmitt Bretar hafa orðið svo ofurseldir slíku umfram aðrar þjóðir að alræmt er orðið eru þó getgátur einar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir