Hundur hringdi í neyðarlínuna

„Besti vinur mannsins“ dugar vart til að lýsa Buddy, þýskum fjárhundi í Arizona í Bandaríkjunum sem bjargaði lífi húsbónda síns með því að hringja í neyðarlínuna þegar hann fékk flog.

Á upptöku af símtalinu til neyðarlínunnar má heyra Buddy gelta og mása í símann, og starfsmann línunnar spyrja ítrekað hvort einhver þarfnist hjálpar.

Lögreglan var send af stað og um þrem mínútum síðar heyrist á upptökunni þegar Buddy geltir hástöfum er lögreglumennirnir koma á vettvang.

Húsbóndi Buddys, Joe nokkur Stalnaker, var fluttur á sjúkrahús þar sem hann náði sér.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Buddy hringir í neyðarlínuna þegar Stalnaker hefur fengið flog. Buddy er sérþjálfaður hjálparhundur sem Stalnaker fékk átta vikna gamlan frá Paws with a Cause í Michigan, þar sem hundinum var m.a. kennt að hringja í neyðarlínuna ef húsbóndinn fengi flogakast. Buddy ýtir á takka sem eru forritaðir til að samband náist við neyðarlínuna.

En talsmaður lögreglunnar í Arizona segir þetta einsdæmi, og jafnvel þeir sem starfað hafi hjá neyðarlínunni í áratugi hafi aldrei vitað annað eins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar