Ákærð fyrir líkamsárás í kjölfar rifrildis um uppvaskið

Lögreglan í Fort Worth í Texas segir tvítuga konu þar í borg verða ákærða fyrir grófa líkamsárás eftir að hún beit kærastann sinn, braut myndaramma á andlitinu á  honum og lagði til hans með sverði er þau lentu í rifrildi um hvort hann sæi um uppvaskið.

Konan var handtekin á heimili sínu í síðustu viku, að því er segir á fréttavef Fort Worth Star-Telegram. Kærasti hennar tjáði lögreglu að rifrildið hefði brotist út vegna þess að konan var ósátt við að ekki væri búið að vaska upp.

Hún reyndi að henda honum út - bókstaflega - og í átökunum greip hún til fyrrgreindra meðala.

Hún var látin laus gegn tíu þúsund dollara tryggingu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir