Dældu vodka til Eistlands í gegnum ólöglega leiðslu

Rússi kaupir sér vodka í Moskvu.
Rússi kaupir sér vodka í Moskvu. Reuters

Ellefu manns hafa verið ákærðir fyrir að smygla vodka frá Rússlandi til Eistlands. Aðferð smyglarana var útsmogin. Þeir fluttu áfengið í gegnum tveggja km langa leiðslu, sem liggur á botni vatnsbóls.

Málið á rætur sínar að rekja til ársins 2004. Að sögn saksóknara eru bæði Rússar og Eistar í hópi sakborninga, og búast má við því að réttarhöld yfir þeim hefjist fljótlega. Verði þeir fundnir sekir þá geta þeir átt von á að verða dæmdir í allt að fimm ára fangelsi.

Leiðslan, sem þeir notuðu, liggur í vatnsbóli sem liggur við landamæri ríkjanna, skammt frá bænum Narva í Eistlandi.

Smyglararnir högnuðust vel á starfseminni, en flaskan af rússnesku vodka kostar aðeins um einn þriðja af því sem það kostar í Eistlandi - sem gekk í Evrópusambandið í maí 2004.

Yfirvöld komust á snoðir um vodkaleiðsluna í nóvember árið 2004, eftir að eftirlitsmenn fundu um 1.100 lítra af ólöglegu áfengi í vörubifreið í Tallinn, höfuðborg Eistlands.

Að sögn lögreglu eru fjórir höfuðpaurar málsins Rússar. Þeir notuðu leiðsluna á milli ágúst og nóvember 2004. Þeir dældu a.m.k. 6.200 lítrum af ólöglegu áfengi til Eistlands, og sluppu þar með við að greiða um 7,5 milljónir kr. í gjöld.

Þá hefur rannsóknin leitt í ljós að mennirnir hafi reynt að selja áfengið á götu úti í Tallinn, í nóvember 2004. Gæði Vodkans voru hins vegar það slæm að enginn vildi kaupa áfengið.

Þeir fluttu því áfengið aftur til Narva þar sem þeim tókst síðan að selja það í Tartu, sem er önnur stærsta borg Eistlands.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir