Verðlaun geta verið af ýmsum toga en aðalvinningurinn í happdrætti sem fór fram í smábænum San Marco í suðurhluta Ítalíu nýverið var ókeypis jarðarför. Vinningshafinn er ekki búinn að sækja verðlaunin.
Ítalska dagblaðið Il Corriere del Mezzogiorno greinir frá því í dag að vinningshafinn fái ókeypis kistu, grafstein, kertastjaka úr kopar og síðast enn ekki síst, gröf.
Vinningshafanum liggur hins vegar ekkert á að sækja verðlaunin, þar sem fresturinn er óendanlegur. Þá má hann jafnvel gefa einhverjum öðrum verðlaunin.