Egypskur asni hefur verið settur í fangelsi fyrir að stela kornstönglum úr akri tilheyrandi rannsóknarstofnun í landbúnaði við ána Níl.
Asninn og eigandi hans voru handteknir á eftirlitsstöð lögreglu. Stöðin var sett upp eftir að stjórnandi í stofnuninni kvartaði yfir því að einhver stæli uppskerunni.
Í ljós kom að kornið var í fórum asnans og dómari á staðnum dæmdi hann í sólarhringsfangelsi. Eigandi asnans slapp með sekt og þurfti að reiða fram 50 egypsk pund, jafnvirði um 800 íslenskra króna.