Karlar ofmeta persónutöfra sína

Leikararnir George Clooney og Brad Pitt þykja með myndarlegustu mönnum …
Leikararnir George Clooney og Brad Pitt þykja með myndarlegustu mönnum og ofmeta því vart útlit sitt. Reuters

Karl­ar taka mun meira mið af út­liti en kon­ur þegar þeir leita sér að maka. Þá hafa þeir meiri til­hneig­ingu til að of­meta út­lit sitt og per­sónutöfra og þar með mögu­leika sína á að hrífa ein­stak­linga af hinu kyn­inu en kon­ur. Þetta kem­ur fram á frétta­vef Jyl­l­ands-Posten.

Þetta kem­ur fram í nýrri banda­rískri rann­sókn sem ætlað var að leiða í ljós hvernig karl­ar og kon­ur velja sér maka og hvers vegna. Rann­sókn­in var gerð með þátt­töku 16.550 ein­stak­linga sem skráðir eru á stefnu­móta­net­síðuna HOTor­NOT. Greint er frá niður­stöðum henn­ar í nýj­asta tölu­blaði tíma­rits­ins Psychological Science.

Sam­kvæmt því sem fram kem­ur á vefn­um MNS­BC.com, benda niður­stöðurn­ar einnig til þess að kon­ur séu mun var­kár­ari en karl­ar en þeir karl­ar, sem tóku þátt í könn­un­inni fóru að meðaltali á stefnu­mót með þris­var sinn­um fleiri ein­stak­ling­um en kon­urn­ar. Mun fleiri karl­ar eru einnig skráðir á síðuna en kon­ur.

„Fólk sem lít­ur vel út leit­ar alltaf uppi jafn­ingja sína, að því leyti. Marg­ir karl­ar hunsa hins veg­ar þá staðreynd og telja sér trú um að út­lit þeirra skipti ekki jafn miklu máli og út­lit kvenna. Þeir telja sig hafa marga aðra eig­in­leika sem vegi upp á móti út­liti þeirra og laði því fagr­ar kon­ur að þeim, seg­ir Helen Fischer, pró­fess­or við Rut­gers há­skóla í Banda­ríkj­un­um.

Marg­ar kenn­ing­ar hafa verið sett­ar fram um það að maka­val fólks ráðist af þeim þátt­um sem fjallað er um í þró­un­ar­kenn­ing­unni. Sam­kvæmt þeim laðast karl­ar að kon­um, sem þeir telja lík­leg­ast­ar til að fæða þeim líf­væn­leg börn.

Sam­kvæmt slík­um kenn­ing­um taka kon­ur hins veg­ar fleiri þætti, en út­lit, með í reikn­ing­inn þegar þær velja sér barns­feður, þar sem þær þurfa einnig að tryggja ör­yggi barn­anna í upp­vext­in­um.     

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Líf þitt er ástríðufullt og snertir á flestum tilfinningum sem flæða um stríðsmannahjartað þitt. Reynslan segir þér eitt, en Pollýannan innra með þér segir annað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Fiskar

Sign icon Líf þitt er ástríðufullt og snertir á flestum tilfinningum sem flæða um stríðsmannahjartað þitt. Reynslan segir þér eitt, en Pollýannan innra með þér segir annað.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Sofie Sar­en­brant
2
Erla Sesselja Jens­dótt­ir
3
Unni Lindell
4
Jill Man­sell
5
Árni Þór­ar­ins­son og Páll Krist­inn Páls­son