Karlar ofmeta persónutöfra sína

Leikararnir George Clooney og Brad Pitt þykja með myndarlegustu mönnum …
Leikararnir George Clooney og Brad Pitt þykja með myndarlegustu mönnum og ofmeta því vart útlit sitt. Reuters

Karlar taka mun meira mið af útliti en konur þegar þeir leita sér að maka. Þá hafa þeir meiri tilhneigingu til að ofmeta útlit sitt og persónutöfra og þar með möguleika sína á að hrífa einstaklinga af hinu kyninu en konur. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Þetta kemur fram í nýrri bandarískri rannsókn sem ætlað var að leiða í ljós hvernig karlar og konur velja sér maka og hvers vegna. Rannsóknin var gerð með þátttöku 16.550 einstaklinga sem skráðir eru á stefnumótanetsíðuna HOTorNOT. Greint er frá niðurstöðum hennar í nýjasta tölublaði tímaritsins Psychological Science.

Samkvæmt því sem fram kemur á vefnum MNSBC.com, benda niðurstöðurnar einnig til þess að konur séu mun varkárari en karlar en þeir karlar, sem tóku þátt í könnuninni fóru að meðaltali á stefnumót með þrisvar sinnum fleiri einstaklingum en konurnar. Mun fleiri karlar eru einnig skráðir á síðuna en konur.

„Fólk sem lítur vel út leitar alltaf uppi jafningja sína, að því leyti. Margir karlar hunsa hins vegar þá staðreynd og telja sér trú um að útlit þeirra skipti ekki jafn miklu máli og útlit kvenna. Þeir telja sig hafa marga aðra eiginleika sem vegi upp á móti útliti þeirra og laði því fagrar konur að þeim, segir Helen Fischer, prófessor við Rutgers háskóla í Bandaríkjunum.

Margar kenningar hafa verið settar fram um það að makaval fólks ráðist af þeim þáttum sem fjallað er um í þróunarkenningunni. Samkvæmt þeim laðast karlar að konum, sem þeir telja líklegastar til að fæða þeim lífvænleg börn.

Samkvæmt slíkum kenningum taka konur hins vegar fleiri þætti, en útlit, með í reikninginn þegar þær velja sér barnsfeður, þar sem þær þurfa einnig að tryggja öryggi barnanna í uppvextinum.     

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér kann að sýnast langt í milli þess sem þú hefur og þess sem þig dreymir um. Að binda trúss sitt við ranga fólkið getur leitt til þess að framfarir stöðvist.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan