Saga stjórnmálamanns um heimsókn í vændishús veldur fjaðrafoki

Lýsingar spænsks stjórnamálamanns á því hvernig hann missti sveindóminn í vændishúsi hefur valdið miklu fjaðrafoki meðal starfssystra hans, en þær saka hann um að hvetja fólk til að kaupa sér vændisþjónustu.

Miguel Angel Revilla, sem er leiðtogi héraðsstjórnarinnar í Cantabria, sagði í sjónvarpsviðtali fyrr í vikunni að hann hefði stundað kynlíf í fyrsta sinn 18 ára gamall.

Konur úr flokki stjórnarandstöðunnar á héraðsþinginu í Cantabria eru yfir sig hneykslaðar á ummælum Revilla. „Sem leiðtogi héraðsstjórnarinnar þá ætti hann að vera ungu fólki í Cantabria sem góð fyrirmynd,“ segir í tilkynningu sem þær sendu frá sér.

„Í staðinn hvetur hann þau til að greiða fyrir fyrstu kynlífsreynsluna.“

Í gær sakaði Revilla andstæðinga sína um hræsni, og sagði að þeir gætu ekki fundið neitt merkilegra en þetta til að ráðast á sig.

„Við stöndum frammi fyrir stórum vandamálum sem við verðum að takast á við núna. Það skiptir ekki máli hvað fátækur 18 unglingur gerði,“ sagði Revilla, sem er nú 65 ára. Þá bætti hann við: „99% spænskra karla gerðu þetta á þessum tíma.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Unnur Lilja Aradóttir
3
Torill Thorup
4
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir