Lögmaðurinn fékk greitt í fríðu

Reuters

Lögmaður í Illinois í Bandaríkjunum hefur verið sviptur málflutningsréttindum í rúmt ár eftir að upp komst, að hann tók einkadansa hjá nektardansmær upp í skuld.

Blaðið  Chicago Tribune sagði frá því að Scott Robert Erwin muni missa málflutningsréttindin í 15 mánuði. Erwin starfar í borginni DeKalb. Að sögn blaðsins hafði Erwin veitt konunni ýmsa lögfræðiþjónustu sem hún gat ekki borgað fyrir. Sömdu þau um að hún kæmi á skrifstofu lögmannsins öðru hvoru og dansaði þar fyrir hann. Í hvert skipti myndi lögmannsreikningurinn lækka um 534 dali, jafnvirði  50 þúsund króna.

Konan fór hins vegar til lögreglu árið 2002 og kvartaði yfir því, að lögmaðurinn snerti sig með óviðurkvæmilegum hætti á meðan hún var að dansa. Erwin neitaði þessu og var aldrei formlega ákærður en siðanefnd lögmannafélags Illinois komst í málið. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar