Eitt helsta meistaraverk arkitektsins Mies van der Rohe, Farnsworth-húsið, varð fyrir skemmdum er hátt í metersdjúpt vatn komst í það í miklum flóðum sem fylgdu hitabeltisstorminum Lowell í síðustu viku. Er þetta í annað sinn á 12 árum sem byggingin verður fyrir alvarlegum vatnsskemmdum. The Art Newspaper greindi frá þessu.
Farnswort-húsið var byggt árið 1951 í Plano, Illinois, og er iðulega tekið sem dæmi um framúrskarandi móderníska hönnun úr stáli og steypu.
Síðast flæddi inn í húsið árið 1996 og þá var það barnabarn arkitektsins sem kostaði viðgerðina. The National Trust-sjóðurinn keypti húsið á uppboði hjá Sotheby's árið 2003, fyrir 7,5 milljónir dala.
„Þetta var hryllileg sjón,“ sagði forseti Landmarks Illinois, sem hefur umsjón með húsinu en fjöldi gesta sækir það heim ár hvert.
Ekki hefur enn verið metið hversu mikið tjónið er en vatn flæðir enn við húsið úr nálægri á.