Nakin á hjólaskautum

Vegfarendur höfðu áhyggjur af öryggi nöktu skautadrottningarinnar.
Vegfarendur höfðu áhyggjur af öryggi nöktu skautadrottningarinnar. Reuters

Lögreglan í Portland, Oregonríki í Bandaríkjunum, fékk kvartanir vegna nakinnar konu á hjólaskautum sem væri á ferð á háannatíma í borginni. Slíkt er reyndar leyfilegt í Oregon og ekki óalgengt að rekast þar á nakta hjólreiðamenn.

Gennifer Moss, eða Vinur jarðar Gen, eins og hún kýs að kalla sig, hafði beðið um leyfi til að vera nakin á skautum í skrúðgöngu í borginni Ashland á þjóðhátíðardegi Bandaríkjanna, 4. júlí. Hún fékk synjun.

Lögreglan hefur nú beðið Gen að taka tillit til meðborgara sinna eftir tíðar kvartanir frá byggingaverkamönnum. Hún skautar því núna íklædd þvengi.

Að sögn lögreglu hafa flestir þeirra sem hringja áhyggjur af öryggi Gen í umferðinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Lífið leikur við þig þessa dagana og rómantíkin blómstrar. Hún er allra meina bót og byggir þig upp til frekari átaka.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Birgitta H. Halldórsdóttir
2
Torill Thorup
3
Sofia Rutbäck Eriksson
4
Solja Krapu-Kallio
5
Sarah Morgan
Loka