Lögreglan í Pennsylvaníufylki í Bandaríkjunum afturkallaði byssuleyfi Meleanie Hain, eftir að aðrir foreldrar kvörtuðu yfir því að hún tæki hlaðna skammbyssu með sér á fótboltaleiki dóttur sinnar.
Hain deilir nú við lögreglustjórann um að ógilda afturköllunina. Lögreglustjórinn segir það alvarlegan dómgreindarskort að fara vopnaður á fótboltaleik barna. Hain segir hinsvegar við fjölmiðla að hún hafi iðulega gengið um vopnuð án þess að reyna að leyna því og ekki lent í vandræðum fram að þessu. Lögmaður hennar bendir á að lög í Pennsylvaníu krefjist aðeins byssuleyfis til að bera vopn leynilega en ekki fyrir allra augum.