Áfengisneysla getur valdið barnleysi. Karlar verða getulausir, gæði sæðis þeirra minnka og frjósemi kvenna minnkar drekki viðkomandi mikið. Þetta sýnir úttekt danskra heilbrigðisyfirvalda á niðurstöðum rannsókna á áfengisneyslu.
Ungir Danir drekka mest allra Evrópubúa, að því er greint er frá á vefnum metroXpress. Þar segir jafnframt að sæði danskra karla sé minnst að gæðum í Evrópu.
Einn af hverjum fimm ungum körlum í Danmörku getur tæplega orðið faðir á náttúrulegan hátt.