Egypskur múslími og fræðimaður hefur kallað eftir því að hlægilegar trúartilskipanir verði lagðar af í kjölfar þess að sádi-arabískur klerkur sagði að Mikki Mús væri handbendi djöfulsins, sem ætti skilið að deyja.
Klerkurinn Sheikh Mohamd al-Munajid, sem kemur reglulega fram í sjónvarpi í Sádi-Arabíu og er fyrrum ríkiserindreki landsins í Bandaríkjunum, sagði í síðustu viku að mýs væru „handbendi Satans“ sem ætti að drepa.
„Sjaría lögin kalla eftir því að öllum mýs verði útrýmt. Þar á meðal teiknimyndamúsin fræga,“ sagði hann.
Hann sagði að Mikki væri ástæðan fyrir því að fólk væri orðið of umburðarlynt gagnvart músum.
Suah Saleh, sem er kvenprestur og fjallar reglulega um trúartilskipanir í vinsælum sjónvarpsþætti, sagði í samtali við ensku útgáfu egypska dagblaðsins Gazette að orð Munajids væri blettur á ímynd íslam.
„Trúartilskipun á að byggjast á þekkingu, rökum og skynsemi,“ sagði hún. „Já, samkvæmt íslömskum kenningum á að drepa mýs þegar það sést til þeirra. En það er órökrétt að líta á teiknimyndapersónu sem alvöru mús og drepa hana.“