Ólympíusalernin snúi ekki að Mekka

Skipuleggjendur Ólympíuleikanna í London, sem fara fram eftir fjögur ár eða árið 2012, kynntu í dag nákvæmar reglur sem nauðsynlegt er að fara eftir við hönnun Ólympíuþorpsins. Þar er m.a. að finna tilskipun þess efnis að hluti salerna sem verða í íþróttamannvirkjunum snúi ekki að hinni heilögu borg Mekka.

Skipuleggjendurnir segja mikilvægt að öllum finnist þeir vera velkomnir á Ólympíuleikana, sama hverrar trúar þeir séu eða hvort um fatlaða eða ófatlaða einstaklinga sé að ræða.

Meðal annarra hönnunarþátta sem taka verður tillit til eru víðir gangar með sléttu yfirborði og að sæti fyrir gesti séu með vissu millibili.

Múslímar snúa til Mekka þegar þeir biðjast fyrir, og venjan er sú að þeir snúi ekki til hinnar heilögu borgar þegar þeir fara á klósettið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka