„Þetta er flugmaðurinn sem sefur“

Tveir flugmenn hjá flugfélaginu Go á Hawaii-eyjum hafa verið reknir og báðir verið sviptir flugskírteininu tímabundið eftir að þeir sváfu af sér lendingu. Flugfélaginu hefur ekki verið refsað þar sem það hafði veitt bæði flugstjóranum og aðstoðarflugmanninum nægan hvíldartíma fyrir flugið.

Flugvél Go, með svefnpurrkurnar undir stýri, var á leið frá Honolulu til Hilo á Hawaii 13. febrúar, en það er um 45 mínútna flug. Eftir ítrekaðar tilraunir flugumferðarstjóra til að ná sambandi við vélina tókst það eftir að hún hafði verið á flugi í 44 mínútur.

Þá var vélin komin um 25 km  framhjá Hilo, en flugmennirnir snéru við og lentu heilu og höldnu. Um borð voru 40 farþegar.

Bandaríska samgönguöryggisstofnunin hefur rannsakað málið og komist að þeirri niðurstöðu að bæði flugstjórinn og flugmaðurinn hafi verið sofandi í stjórnklefanum. Ekki liggur fyrir hvers vegna þeir sofnuðu á þessu stutta flugi að morgni dags.

Þrýstibúnaður vélarinnar var rannsakaður og kolsýringsmagnið í henni, en ekkert reyndist athugavert.

Flugumferðarstjórar reyndu árángurslaust í 17 mínútur að ná sambandi við vélina, og höfðu miklar áhyggjur af því að neyðarástand væri um borð.

Við rannsókn málsins kom í ljós að flugstjórinn var haldinn kæfisvefni, en þeir sem hafa þann kvilla eiga erfitt með að hvílast vel á nóttunni. Flugstjórinn var sviptur flugskírteininu í tvo mánuði, en aðstoðarmaðurinn í 45 daga.

Þeir voru ennfremur reknir frá störfum hjá Go, en ekki liggur fyrir hvort þeir hafa hafið störf hjá öðru flugfélagi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir