Hnífamaður undir áhrifum Da Vinci lykilsins

Auglýsingaspjald fyrir kvikmyndina um Da Vinci lykilinn.
Auglýsingaspjald fyrir kvikmyndina um Da Vinci lykilinn. AP

Hálf þrítugur karlmaður sem réðist á prest í kirkju í Róm á þriðjudag og stakk hann með hnífi segist hafa verið undir áhrifum kvikmyndarinnar um Da Vinci lykilinn. Maðurinn sagði við lögregluna að hann tryði því að hann væri andkristur.

Presturinn sem varð fyrir árásinni er lífshættulega særður og liggur nú á sjúkrahúsi í Róm. Hann var stunginn margsinnis í hálsinn.

Lögreglan fann miða í vasa árásarmannsins þar sem stóð: „Þetta er aðeins byrjunin, 666.“ Talan 666 er þekkt sem tala djöfulsins.

Árásarmaðurinn særði einnig þrjá aðra sem reyndu að koma prestinum til bjargar. Hann sagði við lögregluna að hann hefði horft á Da Vinci lykilinn í sjónvarpinu kvöldið fyrir árásina.

Lögreglan framkvæmdi húsleit hjá manninum þar sem hún m.a. fann ýmsar vísanir í bók Dan Browns, höfund Da Vinci lykilsins. Þar á meðal eftirmynd af málverkinu Síðasta kvöldmáltíðin eftir Leonardo Da Vinci.

Þá stóð á einum miða sem fannst: „Ég er andkristur.“

Andkristur og síðasta kvöldmáltíðin eru endurtekin stef í bókinni vinsælu, og kvikmyndinni. Páfagarður hefur fordæmt bæði verkin og margir kaþólikkar urðu yfir sig hneykslaðir.

Fram kemur í bókinni að Jesús Kristur hafi kvænst Maríu Magdalenu og eignast með henni börn, þar með hafi orðið til konungsætt sem kirkjunnar þjónar hafi haldið leyndri í margar aldir.

mbl.is
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þú heldur af þér með að gera eitthvað. Leyfðu sjálfstraustinu að njóta sín, því það er þitt bezta vopn.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar