Kyn yfirmanna skiptir mismiklu

Kyn yfirmanns hefur mismikil áhrif á veikindatíðni og líðan starfsfólks í vinnunni. Erfiðust eru sambönd kvenstjórnenda og undirmanna þeirra af sama kyni. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar kanadískrar rannsóknar sem greint er frá í fagtímaritinu  Journal of Health and Social Behaviour er greinileg fylgni á milli veikindaforfalla kvenna og þess hvort þær hafa karl eða konu sem yfirmann.

Samkvæmt niðurstöðunni þjást konur, sem hafa konu sem yfirmann, í mun ríkara mæli af kvíða og álagseinkennum, höfuðverk og bakeymslum en bæði karlar, sem hafa konur sem yfirmenn, og konur, sem hafa karla sem yfirmenn.

Í greininni eru settar fram tvær hugsanlegar skýringar á þessu. Annars vegar sú að konur í yfirmannastöðum séu kvenkyns undirmönnum sínum erfiðar þar sem þær telji þær ógna sér og hins vegar að konur séu oft yfirmenn annarra kvenna í starfsgreinum þar sem tilfinningalegt og líkamlegt álag sé mikið.

1.800 einstaklingar tóku þátt í könnuninni sem leiddi í ljós að engin fylgni er á milli heilsufars karla og þess hvort þeir hafa karlkyns og eða kvenkyns yfirmann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Leyfðu öðrum að njóta kunnáttu þinnar en varastu allt oflæti, því fyrr en varir ert þú sá sem lærir af öðrum. Ekki hafa áhyggjur af því að þurfa að sanna þig.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
2
Kathryn Hughes
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
5
Carla Kovach