Kyn yfirmanna skiptir mismiklu

Kyn yfirmanns hefur mismikil áhrif á veikindatíðni og líðan starfsfólks í vinnunni. Erfiðust eru sambönd kvenstjórnenda og undirmanna þeirra af sama kyni. Þetta kemur fram á fréttavef Jyllands-Posten.

Samkvæmt niðurstöðum nýrrar kanadískrar rannsóknar sem greint er frá í fagtímaritinu  Journal of Health and Social Behaviour er greinileg fylgni á milli veikindaforfalla kvenna og þess hvort þær hafa karl eða konu sem yfirmann.

Samkvæmt niðurstöðunni þjást konur, sem hafa konu sem yfirmann, í mun ríkara mæli af kvíða og álagseinkennum, höfuðverk og bakeymslum en bæði karlar, sem hafa konur sem yfirmenn, og konur, sem hafa karla sem yfirmenn.

Í greininni eru settar fram tvær hugsanlegar skýringar á þessu. Annars vegar sú að konur í yfirmannastöðum séu kvenkyns undirmönnum sínum erfiðar þar sem þær telji þær ógna sér og hins vegar að konur séu oft yfirmenn annarra kvenna í starfsgreinum þar sem tilfinningalegt og líkamlegt álag sé mikið.

1.800 einstaklingar tóku þátt í könnuninni sem leiddi í ljós að engin fylgni er á milli heilsufars karla og þess hvort þeir hafa karlkyns og eða kvenkyns yfirmann.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Þér er að takast að koma skikki á hlutina og átt hrós skilið fyrir allt það erfiði sem þú hefur lagt á þig. Mundu að vinir og vandamenn eru sú stoð sem gott er að hafa.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Torill Thorup
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Loka