Hanc Locher, eigandi veitingastaðarins Storchen í Winterthur í Sviss, hefur valdið uppnámi með nýjum matseðli. Brjóstamjólk er aðaluppistaðan í súpum, jafningum og sósum staðarins sem auglýsir nú eftir konum sem vilja gefa mjólk. Engar reglur eru um brjóstamjólk í mat.