Vó 15,2 kg við fæðingu

Foreldrar barns sem fæddist í suðurhluta Bangladess í vikunni neyddust til þess að fara í felur þar sem þúsundir flykktust að sjúkrahúsinu þar sem það fæddist til þess að sjá barnið sem vó 15,2 kg við fæðingu. Barnið lifði einungis í tíu mínútur en æstur múgurinn krafðist þess að sjá lík barnsins.

Fæðingarlæknirinn Pabitra Kumar Kunda, sem framkvæmdi keisaraskurð á móðurinni segir að barnið hafi aldrei átt möguleika á því að lifa. Kynfæri barnsins náðu ekki að þroskast eðlilega á meðgöngunni og þrátt fyrir að lengd þess væri eðlileg þá var háls, brjóstkassi, magi og fleiri mikilvægir líkamshlutar mjög stórir og vanskapaðir.

„Við vissum að barnið gæti verið stórt þar sem magi móðurinnar var mjög stór. Við töldum að þetta gætu verið tví- eða þríburar, en fjölburar eru algengir í Bangladess," segir læknirinn.

Vegna mannfjöldans sem streymdi á sjúkrahúsið í Tungipara, sem er í 100 km fjarlægð frá höfuðborginni Dhaka, varð að fela líkið.

 „Fréttir um risabarnið spurðust út og þúsundir komu til að sjá það. Við vissum ekki hvað við gætum gert svo við földum líkið þar til fólk hætti að koma," segir Kunda.

Samkvæmt heimsmetabók Guinness er þyngsta barn sem hingað til hefur fæðst fætt í Bandaríkjunum árið 1879. Það barn vó 10,8 kg en lést 11 klukkustundum eftir fæðingu.

Þyngsta barnið sem fæðst hefur og lifað, vó 10,2 kg. Það barn fæddist á Ítalíu árið 1955.

Í síðasta mánuði neyddist lögregla til þess að verja barn og foreldra þess eftir að 150 þúsund manns komu til þorpsins þar sem það fæddist en það barn var með tvö höfuð. Drengurinn, sem var nefndur Kiron, lést tveimur dögum eftir fæðingu þar sem foreldrar hans höfðu ekki fjárráð til þess að greiða fyrir sjúkrahúskostnað þar sem hægt hefði verið að bjarga lífi hans.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Hugsanlegt er að þú verðir með hugmynd tengda tekjum og fjármálum á heilanum í dag. Gæfan er þér hliðholl í augnablikinu.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
5
Birgitta H. Halldórsdóttir