Sjúkdómur veldur blindu í þrjá daga

Áströlsk kona blindast í þrjá daga á sex daga fresti þar sem augu hennar lokast ósjálfrátt og hún getur ekki opnað þau aftur. Um er að ræða dularfullan sjúkdóm sem læknar kunna ekki skil á.

Natalie Adler hefur þurft að glíma við þennan undarlega sjúkdóm síðustu fjögur ár eða síðan hún var 17 ára. Sérfræðingar telja að hún sé eina manneskjan í heiminum haldin honum.

„Ég vaknaði einn sunnudaginn og augu mín voru bólgin. Það var daginn fyrir enskupróf,“ segir Natalie. „Augun mín lokuðust öðru hvoru, með óreglulegu milli bili en innan nokkurra viknu voru þau farin að lokast þrjá daga í senn.“

Læknar segja sjúkdóminn svipa til blepharospasm, sem veldur því að augun lokast án þess að einstaklingur fái nokkuð við það ráðið, en það útskýri ekki hví augu Natalie lokast alltaf í þrjá daga í senn, á sex daga tímabili. Þá þrjá daga þar sem augu Natalie eru lokuð sér hún ekkert nema í gegnum litla rifu á vinstra auga.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir
Fleira áhugavert

Stjörnuspá »

Hrútur

Sign icon Sýndu öðrum tillitssemi og umburðarlyndi og þú munt fá þá framkomu endurgoldna þúsundfalt. Lærðu af reynslunni og mundu að ekki hafa allir sömu kímnigáfu og þú.
síðasta vika Vinsælustu hljóðbækurnar
1
Kathryn Hughes
2
Torill Thorup
3
Steindór Ívarsson
4
Birgitta H. Halldórsdóttir